18.06.19
Lilý Erla Adamsdóttir nýr deildarstjóri textíldeildar

Lilý Erla Adamsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri textíldeildar. Lilý Erla lauk BA prófi í myndlist frá LHÍ árið 2011. Hún lauk diplómaprófi í textíl frá Myndlistaskólanum vorið 2014 og meistaragráðu í myndlist með sérhæfingu í textíl frá Textílháskólanum í Borås í Svíþjóð vorið 2017. Hún hefur störf að loknu sumarleyfi.

Lilý Erla Adamsdóttir