09.10.19
Atli Már Indriðason valinn listamaður Listar án landamæra 2019

Listahátíðin List án landamæra var sett í þrettánda sinn síðastliðinn laugardag í Gerðubergi og stendur yfir til 20. október næstkomandi.

Tilgang­ur hátíðar­inn­ar er að auka menn­ing­ar­legt jafn­rétti og fjöl­breytni með því að skapa fag­leg­an vett­vang og tæki­færi fyr­ir fatlaða lista­menn.

Atli Már Indriðason, nemandi við Myndlistaskólann í Reykjavík, hlaut titilinn listamaður Listar án landamæra í ár og prýða því verk hans allt kynningarefni hátíðarinnar.

Atli Már útskrifaðist úr 2 ára diplómanámi í myndlist vorið 2017. Í dag sækir hann vinnustofu í myndlist í Myndlistaskólanum en það hefur hann gert reglulega frá árinu 2013.

Atli Már er afkastamikill ungur listamaður og síðastliðin tvö ár hefur hann haldið tvær einkasýningar, nú síðast í maí í Safnasafninu. Einnig hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga.

Myndlistaskólinn í Reykjavík óskar Atla innilega til hamingju með titilinn.

Img 3753