12.12.19
Fyrrum nemendur teiknideildar tilnefndir til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna voru tilkynntar þann 1. desember síðastliðinn, við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum.

Á meðal tilnefndra er Bergrún Íris Sævarsdóttir fyrrum nemandi teiknideildar Myndlistaskólans í Reykjavík. Bergrún fær tilnefningu í flokki barna- og ungmennabóka fyrir verkið Langelstur að eilífu sem hún bæði skrifaði og myndskreytti ásamt því að hanna kápuna.

Þá er einnig tilnefnd barnabókin Nærbuxnanjósnararnir, eftir Arndísi Þórarinsdóttur, en Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson, fyrrum nemandi teiknideildar myndskreytti og teiknaði kápuna.

Myndlistaskólinn í Reykjavík óskar fyrrum nemendum sínum innilega til hamingju með afrekið.

Bla