18.10.19
Farandsýningin Answers on a Postcard opnar í Myndlistaskólanum

Answers on a Postcard er farandsýning á keramiki sem stendur yfir árið 2019 og er hún nú staðsett í húsakynnum Myndlistaskólans.

Keramikbraut Myndlistaskólans í Reykjavík tekur þátt í verkefninu ásamt þremur öðrum þáttökuskólum; HDK School of Design & Crafts í Gautaborg, Cardiff School of Art & Design í Wales og Limerick School of Art & Design í Írlandi.

Verkefnið, sem stýrt er af Cardiff School of Art & Design, byggir brú á milli keramiknámsbrauta frá fjórum löndum. Markmiðið er að skapa umræðu, tengsl og tækifæri fyrir nemendur og kennara.

Öllum nemendum á keramikbraut Myndlistaskólans bauðst að skapa ný verk út frá þemanu svör á póstkortum – frá hefðum til nýrrar tækni og öllu þar á milli.

Í dag, föstudaginn 18. október kl 16:00, bjóða nemendur brautarinnar til formlegrar opnunar á sýningunni.

Léttar veitingar verða í boði fyrir gesti og gangandi.

Nánar um viðburðinn hér.Whitagram Image 2