15.08.19
Endurmenntunarnámskeið í Myndlistaskólanum

Myndlistaskólinn hélt í samvinnu við Skóla-og frístundasvið tvö skemmtileg endurmenntunarnámskeið í vikunni (12.-14. ágúst).

Hingað komu 20 kennarar úr grunnskólum Reykjavíkur og fengu 8 þeirra kennslu í að „Leira af list“ undir handleiðslu Guðrúnar Jónu Halldórsdóttur. Á námskeiðinu var farið yfir helstu aðferðir handmótunar og rennslu leirs á rennibekk og voru verkefnin hugsuð sem grunnur fyrir grunnskólakennara til að miðla áfram til nemenda sinna.

Þær Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir og Margrét Birgisdóttir voru saman með námskeiðið „Að lita með blómum og jurtum og kynning á einföldum þrykkaðferðum“. Þar kynntust þátttakendur m.a. því hvernig hægt er að búa til liti úr blómum, grænmeti og fleiri jurtum og ýmsum aðferðum til að vinna einþrykk.

E0 A70 E46 Ce76 47 F9 Bb3 C 90 E3 E35 Ae277