Myndlistaskólinn í Reykjavík hefur fengið vilyrði menntamálaráðuneytisins fyrir styrk til að kenna eins árs braut í myndlist fyrir nemendur sem lokið hafa starfsbraut framhaldsskóla eða sambærilegu námi.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir á netinu en frestur til að sækja um rennur út kl. 17:00 þriðjudaginn 27. ágúst.
Umsækjendur verða boðaðir í viðtal fimmtudaginn 29. ágúst. Kennsla hefst í byrjun september.
Hér má lesa nánari upplýsingar um brautina.