29.01.19
Eftirlýstir Íslendingar á 17. og 18. öld - Sýning á Háskólatorgi

Verið velkomin á opnun sýningarinnar „Eftirlýstir Íslendingar á 17. og 18. öld“ þriðjudaginn 29. janúar kl. 15 fyrir framan stofu 101 á Háskólatorgi.

Sýningin samanstendur af 30 teikningum nemenda á teiknibraut við Myndlistaskólann í Reykjavík upp úr mannlýsingum sem er að finna í Alþingisbókum Íslands upp úr miðri 17. öld og undir lok 18. aldar.

Alþingisbækur Íslands 1570-1800 voru gefnar út á prenti á árunum 1912-1990 og er í þeim að finna samtals um 200 mannlýsingar sem þjónuðu þeim tilgangi að geta borið kennsl á strokufólk og óskilamenn á Íslandi.

Verkefnið er sprottið úr samstarfi skólans og Daníels G. Daníelssonar sagnfræðinema eftir rannsóknir hans fyrir öndvegisverkefnið „Fötlun fyrir tíma fötlunar“ sumarið 2018.

Verið velkomin á þessa einstöku sýningu sem lýkur 8. febrúar.
–––––––––––––––––

Tengiliðir sýningarinnar:
Anna C Leplar, deildarstjóri teiknibrautar Myndlistaskólans í Reykjavík
teikning@mir.is
Daníel G. Daníelsson, verkefnastjóri „Eftirlýstir Íslendingar á 17. og 18. öld“
dgd2@hi.is s. 6942748

Eftirlýstir Íslendingar2