21.11.18
Vornámskeið 2019 komin á netið

Vornámskeið 2019 eru nú sjáanleg á vefsíðu skólans en skráning mun hefjast miðvikudaginn 5. desember klukkan 13.

Í vor verða í boði fjölbreytt námskeið fyrir bæði börn og fullorðna sem standa yfir í 13 vikur. Námskeiðin hefjast í vikunni 7.-13. janúar 2019.

Námskeiðin eru haldin í Myndlistaskólanum í Reykjavík, Hringbraut 121 (JL-húsinu) en einnig á Korpúlfsstöðum og í Miðbergi, Breiðholti.

Skráning mun fara fram í gegnum vefsíðu skólans. Ef þið hafið einhverjar spurningar er hægt að hafa samband við skrifstofu, mir@mir.is eða í sima 551-1990

Vornamskeið 2019