06.12.18
Verðlaunhafar Myndlistamaraþons Unglistar

Laugardaginn 10. nóvember var myndlistarmaraþon Unglistar haldið í Hinu Húsinu. Myndlistarmaraþonið er æsispennandi, skapandi og skemmtilegur leikur.

Flott verðlaun voru í boði fyrir fyrstu þrjú sætin en Myndlistaskólinn í Reykjavík gaf námskeið fyrir fyrsta sætið. Gaman er að segja frá því að margir af okkar helstu myndlistarmönnum af yngri kynslóðinni eru fyrrum verðlaunahafar Myndlistamaraþons Unglistar.

Vinningshafar í Myndlistamaraþons Unglistar 2018 sem tilkynntir voru laugardaginn 24. nóvember eru eftirfarandi: 

1. sæti Karin Sól Gunnarsdóttir

2. sæti Monika Jóhanna Karlsdóttir 

3. sæti Svanfríður Erla Heiðarsdóttir

Þemað í ár var "Umbreyting" sem vinningshafarnir leystu vel af hendi.

Myndlistaskólnn í Reykjavík óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn.

12 Og 3 Verðlaun