11.10.18
Sýning á íkonmálverkum 12. október

Nemendur á fyrsta ári á listmálarabraut Myndlistaskólans í Reykjavík eru að ljúka lotu í gerð íkonmynda. En norska listakonan Julie Arntzen hefur verið að kenna þeim aðferðir, reglur og efnisgerð fyrir íkonmálverk.

Þau munu í kjölfarið bjóða upp á stutta sýningu í húsnæði Söfnuðs heilags Nikulásar úr Moskvupatríarkatinu í Reykjavík, við Mýrargötu.

Hver sem hefur áhuga á að skoða íkonmálverkin í sínu rétta umhverfi á Íslandi, er velkomin(n). En sýningin verður á föstudaginn 12. október klukkan 14.00.

Ikon