31.01.18
Skólafundur

Boðað er til skólafundar í Myndlistaskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 31. janúar kl. 11:00. Fundurinn verður haldinn í módelsal skólans. Fundarboð fá nemendur í samfelldu námi, kennarar og annað starfsfólk skólans. Foreldrar og aðrir forráðamenn eru einnig velkomnir. Áætlaður fundartími er 40 mínútur. 

Skólafundur er haldinn í þeim tilgangi að efla lýðræði innan skólans og bæta skólastarfið en á slíkum fundi gefst færi á að ræða skólalífið og það sem brennur á nemendum og starfsfólki