26.10.18
Samkomulag um samstarf milli Glasgow School of Art og Myndlistaskólans í Reykjavík

Í dag, 26. október, var gert samkomulag um samstarf milli Glasgow School of Art og Myndlistaskólans í Reykjavík.

Í samkomulaginu kemur fram að Glasgow School of Art tekur frá pláss fyrir allt að þrjá útskrifaða nemendur af textílbraut Myndlistaskólans í Reykjavík á ári hverju. Nemendur Myndlistaskólans geta því sótt um að halda áfram í textílnámi og komist inn á þriðja ár í Textile Design hjá Glasgow School of Art.

Ca Prjón C Önn 2017 Dsc05363