21.11.18
Þrívíddarleirprentun í Tallinn

Í ágúst 2018 tók Gunnhildur Rán Gunnarsdóttir, nemandi á keramikbraut þátt í alþjóðlegu námskeiði í þrívíddarprentun í leir. Námskeiðið var haldið af keramikdeildinni í listaakademíunni í Eistlandi. Meðal þátttakenda á námskeiðinu voru nemendur víðsvegar úr heiminu sem stunda nám í keramik, arkitektúr og hönnun. Nemendurnir komu með tilbúnar þrívíddarteikningar og unnu með ýmsar tegundir og stærðir af þrívíddarprenturum

Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Jonathan Keep, Lauri Kilusk og Madis Kaasik.

Þrívíddarprentun Í Tallinn