31.01.18
Pam Smy með fyrirlestur

Fimmtudaginn 1. febrúar, heldur Pam Smy teiknari, fyrirlestur í módelsalnum klukkan 11:00.

Pam Smy er gestakennari í teiknideild í þessari viku. Pam hefur myndskreytt þjóðsögur, lestrarbækur, vísnabækur, myndasögur og skáldsögur og sérhæfir sig í sögum fyrir eldri börn og unglinga. Á 18 ára ferli sem kennari hefur hún þróað kennsluaðferðir sem í senn næra sköpunarferli og hugmyndavinnu teikninemenda. 

Öllum nemendum og kennurum dagskóla er frjálst að hlusta á fyrirlesturinn.

Pam Smy Lecture