12.04.18
Opið hús á sumardaginn fyrsta

Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl, verður opið hús í Myndlistaskólanum í Reykjavík frá kl. 13:00-17:00. Á opnu húsi verða sýnd verk eftir nær 600 nemendur á aldrinum 4-88 ára sem sækja almenn námskeið á framhaldsskólastigi og námskeið í barna- og unglingadeild. 

Kl. 14.00-16.00 verður boðið upp á opna listasmiðju, fyrir börn og fylgdarmenn þeirra. Þátttaka er ókeypis.

kl. 14.00 verður fluttur gjörningur nemenda.

Nemendur, kennarar og deildarstjórar verða á staðnum til skrafs og ráðagerða fyrir þá sem vilja kynna sér betur starfsemi skólans.

Kaffi og vöfflur á boðstólum, verið hjartanlega velkomin!

Sjá viðburð á facebook.

Opið Hús Sumardaginn Fyrsta 2018 1