07.02.18
Opið hús 22. og 23. febrúar

Fimmtudaginn 22. og föstudaginn 23. febrúar verður Myndlistaskólinn í Reykjavík með opið hús milli klukkan 10:00 og 17:00.

Dagarnir eru partur af kynningardögum Sjálfstæðra Listaskóla sem fara fram 22. - 24. febrúar. Samtökin standa af eftirfarandi skólum:

  • Klassíski Listdansskólinn
  • Kvikmyndaskóli Íslands
  • Ljósmyndaskólinn
  • Menntaskóli í Tónlist
  • Myndlistaskólinn á Akureyri
  • Myndlistaskólinn í Reykjavík
  • Söngskólinn í Reykjavík
  • Söngskóli Sigurðar Demetz

Við bjóðum alla velkomna til okkar og hvetjum sérstaklega grunnskóla- og menntaskólanemendur og aðra hugsanlega umsækjendur til að mæta og kynna sér námsleiðir Myndlistaskólans í Reyjavík.

Nánari upplýsingar um kynningardaga samtakanna má finna á vefsíðunni www.listaskolar.is

Banner