22.02.18
Opið fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir skólaárið 2018-19.

Til að umsókn sé fullgild þarf:

  • Að skila rafrænni umsókn með passamynd. Athugið að frágangur umsóknarinnar er metinn, því er nauðsynlegt að hún sé vel og skilmerkilega útfyllt. Mynd sem skilað er inn er notuð á skólaskírteini.
  • Að greiða umsóknargjald (8.000 kr.)
  • Að heimila aðgang að námsferli umsækjanda í Innu (hakað við í umsókn) ef námsferill er vistaður þar. Ef námsferill umsækjanda er ekki skráður í Innu þarf að láta fylgja staðfest afrit af námsferli með umsókninni sem fylgiskjal/fylgiskjöl.
  • Umsækjendum um nám á háskólastigi ber að skila inn möppu ásamt þeim gögnum sem óskað er eftir á skrifstofu skólans fyrir kl.16:00 þriðjudaginn 22. maí 2018.

Farið verður með umsókn og fylgigögn sem trúnaðarmál. Skólinn sendir í pósti svarbréf vegna allra umsókna. Nemendur sem teknir verða inn í skólann þurfa að staðfesta skólavist með greiðslu fyrir lok júní; upphæð sem er 1/3 hluta af skólagjöldum fyrstu annar. Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt.

Nánari upplýsingar má finna hér.

Umsoknir2018