12.03.18
Nemendasýningar á Hönnunarmars

Það verður mikið um að vera hjá nemendum okkar í vikunni en þrjár brautir taka þátt í Hönnunarmars í ár. Hönnunarmars hefst á miðvikudaginn, 14. mars og lýkur á sunnudaginn, 18. mars.

  • Textílnemar verða með sýninguna „Úr böndum“ sem unninn er í samstarfi við prjónaverksmiðjuna Varma og hönnunarverslunina Epal. Nemendur hönnuðu vörur úr íslenskri ull fyrir heimilið. Fyrirmælin voru skýr og opin og gáfu fullt frelsi fyrir sköpunargleðina á sama tíma og nemendur tókust á við allar þær takmarkanir sem felast í framleiðslu og sölu á vöru. Verkin verða sýnd bæði í Epal og á sýningunni "Þráður landnáms og hönnunar" á Skúlagötu 28.


  • Teikninemar verða með sýninguna „Ex libris - Mitt eigið bókasafn“ á Borgarbókasafninu. Nemendur spreyta sig á hönnun bókmerkja sem í dag eru ekki algeng sjón, en áður fyrr voru slík skrautmerki hönnuð af listafólki og sett innan á bókakápu til að tilgreina eigenda þeirra.  Nemendur unnu með ýmsar þekktar aðferðir svo sem útskurði í viðarplötur og mismunandi þrykk- og stimplaaðferðir. Á sýningunni verða ferli nemenda sýnd, allt frá hugmynd að lokaútkomu.


  • Keramiknemar verða með sýninguna „Textalýsing // Hlutur“ í Kirsuberjatrénu. Á sýningunni sýna nemendur verk sem unnin voru útfrá textalýsingum á fornum leirhlutum. Öll túlkum við orð og setningar á mismunandi vegu og útfrá því urðu til nýir hlutir en þó tengja orðin nýju hlutina við þá gömlu. Aðaleinkenninn voru dregin fram í textanum en margt var óljóst, þegar textalýsing er leiðarvísirinn hver verður niðurstaðan?


Opnanir:

14. mars kl. 16:00 - „Textalýsing // Hlutur“, Kirsuberjatréð, Vesturgata 4.

14. mars kl. 17:00 - „Úr böndunum“, Epal, Skeifunni 6.

16. Mars kl 16:00 - „Ex-Libres- Mitt eigið bókasafn“, Borgarbókasafnið, Tryggvagata 15.

16. Mars kl 17:00 - „Úr böndunum“ á sýningunni  „Þráður landnáms og hönnunar“, Gamla Nýló, Skúlagata 28.

Hönnunarmars20018