13.12.18
​Námsráðgjafar kynna aðferðir í Belgrad, Serbíu.

Anna Sigurðardóttir og Björg Jóna Birgisdóttir, náms- og starfsráðgjafar Myndlistaskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands kynntu nýjar aðferðir í rafrænni ráðgjöf ásamt aðferðum sem fjalla um seiglu og hópráðgjöf hjá Euroguidance Center í Belgrad þann 11. desember síðastliðinn. Mikilvægt er að temja sér nýjar leiðir í ráðgjöf vegna hraðra breytinga á námsumhverfi nemenda og með tilkomu tækninnar.

Anna og Björg leggja áherslu á að kynna sér það nýjasta sem fjallað er um á sviði náms- og starfsráðgjafar og hafa lagt sitt af mörkum við að dreifa þekkingu sem getur komið nemendum til góða, bæði hérlendis og erlendis.

Hér má sjá mynd af þeim á námskeiðinu sem bar heitið Technology is changing the Way We Work. Heimamenn voru mjög ánægðir með kynninguna. 

20181211 093928