15.01.18
Námskeið í ferilmöppugerð

Tvö örnámskeið verða haldin í ferilmöppugerð (portfolio) í lok janúar og febrúar.

Námskeiðin eru tilvalin fyrir þá sem hyggjast sækja um listnám og vantar aðstoð eða ráðleggingar varðandi möppuna. 

Áhersla verður lögð á að nemendur nái að gera heildstæða og persónulega möppu sem endurspeglar styrk og listræna sýn hvers og eins. 

Kennt er tvo laugardaga og tvö þriðjdagskvöld.

Dagsetningar: Námskeið I: 27. jan, 30. jan, 3. feb og 6. feb. Námskeið II: 10. feb, 13. feb, 17. feb og 20. feb.

Kennarar: 

Magnús V. Pálsson, myndvinnsla 

María Sjöfn Dupuis Davíðsdóttir, uppsetning mynda og texta

Ragna Fróða, áherslur og ráðgjöf

Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna hér.

Ferilmöppugerð