11.04.18
Maurasmiðja í Laugardalnum

Laugardaginn 21. apríl fer fram maurasmiðja í Laugardalnum. 

Laufskurðarmaurar og lífshættir þeirra verða í aðalhlutverki Maurasmiðjunnar í Laugardalnum. Börnum á öllum aldri býðst til að skoða heimili mauranna, fræðast um þá, tengsl við náttúruna og skoða iðni þeirra. 

Að fræðslu lokinni fara börnin yfir í Grasagarð Reykjavíkur og vinna í listasmiðju undir leiðsögn kennara við Myndlistaskólann í Reykjavík og starfsfólks garðanna tveggja við að búa til mauralistaverk. Lífrænt efni úr Grasagarðinum verður höfuðefniviður listaverkanna og verður maurunum sem verða til í listasmiðjunni svo stillt upp í Grasagarðinum. 

Þátttaka í smiðjunni er ókeypis og mun standa yfir frá 10.00- 14.00 laugardaginn 21. apríl. Nánari upplýsingar um staðsetningu smiðjunnar fæst í afgreiðslu Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.

Maurasmiðja