26.10.18
Listakonan Tosca Teran með fyrirlestur 30. október

Þriðjudaginn 30. október bjóða Leirlistafélag Íslands og Myndlistaskólinn í Reykjavík uppá opinn fyrirlestur þar sem listakonan Tosca Teran talar um verk sín og vinnuaðferðir.

Í októbermánuði hefur Tosca verið á vinnustofu leirlistafélagsins þar sem hún gerir tilraunir með leirbrennsluaðferðina Obvara. Þar notar hún íslensk hráefni til þess að búa til gerblöndu sem myndar áferð á yfirborð leirsins þegar honum er dýft heitum ofan í blönduna. Obvara, einnig þekkt sem ,,Baltic raku”, á uppruna sinn að rekja til Austur Evrópu (Hvíta-Rússland, Eistland og Lettland) á 12. öld.

Tosca vinnur einnig að spennandi vekefnum innan ,,bio-sonification” þar sem hún býr meðal annars til tónlist með örverum og blek úr sveppum.  Nánari upplýsingar um listakonuna er að finna á vefsíðu hennar - https://toscateran.com/about/

Fyrirlesturinn verður haldinn í fyrirlestrasal Myndlistaskólans, 3. hæð, þriðjudaginn 30. október klukkan 17:00-18:30.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir.

Hér má sjá viðburðinn á facebook.

Teran Poster