09.04.18
Laus pláss á námskeið í myndbandagerð 14-15. apríl

Enn eru laus pláss á námskeiðið Að gera myndbönd er góð skemmtun sem Kolbeinn Hugir kennir helgina 14.-15. apríl. 

Þátttakendur munu læra grunnatriði videoforritsins Adobe Premiere.

Unnið verður með hljóð og videoefni fundið á netinu og það "remixað" til þess að búa til sjálfstætt video, eitt eða fleiri.
Ef nemendur vilja vinna með eigið efni er þeim frjálst að mæta með eigið videoefni og vinna með það.

Farið verður í helstu atriði:
- Klippingu myndefnis
- Grunn hljóðvinnslu
- Grunn samsetningu (compositing) og hvernig vinna má með efni sem skotið er fyrir framan greenscreen
- Þjöppun og hvernig er best að flytja efnið út úr forritinu til notkunar

Skráning á námskeiðið fer fram hér.

Ad Gera Myndbond 2