16.03.18
Fyrirlestur: Rosa Tolnov Clausen, textílhönnuður

Mánudaginn 19. mars kl. 12:10 verður danski textílhönnuðurinn Rosa Tolnov Clausen með fyrirlestur í Myndlistaskólanum í Reykjavík.

Frá árinu 2013 hefur Rosa staðið fyrir samstarfsverkefni um handvefnað í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Japan og Suður Kóreu. Hún rannsakar einstaklinga sem enn gera handverk í dag, þegar það eru ekki efnis- eða fjárhagsþarfir sem er hvatningin, heldur hæfileiki og áhugi, félagsleg samskipti og festa í heiminum.

Í fyrirlestrinum mun hún fara yfir niðurstöður rannsóknar sinnar ásamt því að kynna fyrir gestum handvefnaðaraðferðir sem hún hefur þróað í verkefninu.

Fyrirlesturinn er opinn öllum og verður í haldinn í fyrirlestrarsal Myndlistaskólans, Hringbraut 121, 3. hæð.

http://rosatolnovclausen.com/

Rosa Tolnov Clausen Weaving Kiosk Helsinki2