16.10.18
Art Equal

Myndlistaskólinn í Reykjavík fékk styrk til tveggja ára fyrir stefnumótandi samstarfsverkefni undir Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins ásamt sex samstarfsaðilum frá Svíþjóð, Noregi, Lettlandi og Danmörku.

Verkefnið nefnist Art Equal og snýst það um að búa til námsefni og verkfæri sem hægt er að nota fyrirhafnarlítið í námi og miðla til kennslustofnana bæði innanlands og utan. Verkefnið byggir á niðurstöðum úr öðru samstarfsverkefni sem skólinn tók þátt í, “Evrópsk menningarbörn”, sem ætlað er að stuðla að því að menning og listir verði eðlilegur hluti af daglegu lífi leik-og grunnskólabarna.

Art Equal mun leggja áherslu á að kynna listnám fyrir börnum með allskonar færni. Að líta á list og menningu sem hluta af daglegu lífi er sérstaklega viðeigandi í dag vegna þess að mikil þörf er á að búa til námsumhverfi án hlutdrægni þar sem börn með ólíkan bakgrunn geta mætt, verið hluti af samfélagi og þróað eigin hæfileika.

Verkefninu er stýrt af Kulturprinsen í Danmörku.

Art Equal Photo