28.06.17
Útskrift Myndlistaskólans í Reykjavík

Þann 23. maí síðastliðinn útskrifuðust 55 nemendur úr Myndlistaskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn að Kjarvalsstöðum. 

Tíu nemendur útskrifuðust með stúdentspróf af listnámsbraut, tuttugu og átta luku eins árs fornámi, fjórir nemendur útskrifuðust úr diplómanámi í keramik og einn úr diplómanámi í textíl og tólf útskrifuðust úr myndlist fyrir nemendur með þroskahömlun. 

Við óskum öllum nemendum til lukku með áfangann og bjartrar framtíðar.