01.09.17
Útgáfuhóf

Á morgun, laugardaginn 2. september, verður útgáfuhóf vegna útgáfu bókar um Útisýningarnar á Skólavörðuholti 1967-1972 en Útisýningarnar voru á vegum skólafélags Myndlistaskólans í Reykjavík. Á sama tíma fögnum við 70 ára afmæli skólans.

Útgáfufagnaðurinn verður þann 2. september kl. 16:00 í Ásmundarsal, Freyjugötu 41, 101 Reykjavík. 

Bókin verður á sérstöku tilboðsverði á útgáfuhófinu og á sunnudaginn 3. september milli klukkan 16 og 18 í Ásmundarsal.

Verið hjartanlega velkomin.

Mynd Útgáfuhóf