05.10.17
Staðsetningar, Gerðarsafn

Næstkomandi laugardag, 7. október kl. 16, mun fyrri hluti sýningarinnar Staðsetningar vera opnaður í Gerðarsafni – Listasafni Kópavogs. Sýningin samanstendur af nýjum málverkum Einars Garibalda Eiríkssonar og Kristjáns Steingríms Jónssonar, sem báðir hafa unnið með málverkið um árabil og sækja innblástur í umhverfi sitt en á ólíkan hátt.

Einar Garibaldi skoðar kennileiti, landakort og merki í náttúrunni og vekur athygli á því hvernig skilningur okkar á umhverfinu mótast og breytist. Kristján Steingrímur leitar út í náttúruna og vinnur verkin úr sjálfum jarðveginum. Í stað þess að mála mynd af staðnum, málar hann "með" staðnum.

Sýningin verður með óhefðbundnu móti þar sem hún kemur til með að breytast á sýningartímabilinu. Á fyrri hluta sýningarinnar má sjá ný verk listamannanna. Í byrjun nóvember verður seinni hluti sýningarinnar opnaður, þar sem gestir fá frekari innsýn í ferli og rannsóknir listamannanna.

Eins og flestum er kunnugt þá starfar Einar Garibaldi Eiríksson sem deildarstjóri listnámsbrautar Myndlistaskólans í Reykjavík. Einar stundaði nám við Myndlistaog handíðaskóla Íslands og Accademia di Belle Arti di Brera í Mílanó á Ítalíu. Í verkum sínum tekst hann á við mótandi áhrif merkingarsköpunar á skilning okkar og afstöðu til sögu, menningar og umhverfis. Á síðustu árum hefur hann fengist við kort og kortagerð í formi málverkisins. Einar Garibaldi hefur haldið og tekið þátt í fjölda sýninga, ásamt því að verk hans má finna í öllum helstu listasöfnum landsins. Hann hefur jafnframt unnið við kennslu og fjölbreytt störf á sviði myndlistar.

Einar Garibaldi Staðsetningar Gerðuberg