27.10.17
Samningur við Leeds Arts University

Í dag undirrituðu Áslaug Thorlacius og Patrick Holley samning á milli Myndlistaskólans í Reykjavík og Leeds Arts University. 

Í hádeginu hélt Patrick Holley sérstaka kynningu vegna samstarfsins, en það felur meðal annars í sér að nemendur sem hafa lokið diplómanámi við Myndlistaskólan í Reykjavík geta sótt um að komast inn á brautir grunnnáms (BA) við Leeds Arts University.

Hér má sjá síðu Leeds Arts University.

Á myndinni má sjá Áslaugu og Patrick við undirritun samstarfsins.

Leeds Arts University 27 10