15.06.17
Myndlistaskólinn fær Erasmus+ styrki

Rannís hefur úthlutað um 3,5 milljónum evra eða tæplega 400 m.kr. í náms- og þjálfunarstyrki úr menntahluta Erasmus+, mennta- og æskulýðsáætlunar ESB. Fjármagninu var úthlutað til 63 verkefna og njóta ríflega eitt þúsund einstaklingar frá skólastofnunum, fræðsluaðilum og fyrirtækjum góðs af styrkjunum að þessu sinni.

 
Myndlistaskólinn í Reykjavík fékk úthlutað styrk á tveimur skólastigum, annars vegar úr Leik- grunn- og framhaldsskólaflokknum og hins vegar úr starfsmenntaflokknum. Um styrkúthlutun 2017 er fjallað nánar í frétt á vef Erasmus+.
 
Á myndinn má sjá styrkþega úr starfsmenntahluta Erasmus+ sem hlutu styrk til verkefna í flokknum Nám og þjálfun árið 2017, ásamt Margréti Jóhannsdóttur, verkefnisstjóra starfsmenntahlutans, yst til hægri og og Ágústi Hirti Ingþórssyni, forstöðumanni Landskrifstofa Erasmus+ menntaáætlunar ESB fyrir miðju.