13.12.17
Menntamálaráðherra heimsótti Myndlistaskólann Í Reykjavík

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Myndlistaskólann í Reykjavík á laugardaginn síðastliðinn þegar að skólinn hélt uppá 70 ára afmæli sitt. 

,,Aðgengi að menningu er mikilvægur þáttur þess að lifa í skapandi samfélagi. Þess vegna skiptir máli að allir landsmenn geti notið lista og menningar og tekið þátt í slíku starfi. Hlutverk stjórnvalda er að búa til skilyrði fyrir fjölbreytni, sköpun og frumkvæði á sviði lista og menningararfs’’ sagði Lilja meðal annars í heimsókn sinni.

Lilja lagði áherslu á að gróska í listnámi og skapandi greinum spili lykilhlutverk í að auka samkeppnishæfni Íslands til framtíðar. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar tekur sérstaklega mið af þessu þar sem kveðið er á um að efla listnám og styrkja umhverfi skapandi greina.

Lesa má nánar um heimsókn menntamálaráðherra inná vef stjórnarráðsins.

Menntamálaráðherra