09.11.17
Erasmusinn 2017

Anna Gulla Eggertsdóttir og Salvör Káradóttir, nemendur á keramikbraut, hönnuðu verðlaunagripinn Erasmusinn fyrir gæðaviðurkenningar Erasmus+ í ár.

Verðlaunagripurinn er gipsmót. Með því að hella saman ólíkum menningarheimum inn um skráargatið skapast tvær hálfkúlur sem tengjast órjúfanlegum böndum. Þekking á heiminum eykst.

Verðlaunaafhendingin fór fram í Silfurbergi í Hörpu í gær, 8. nóvember 2017 en þar var einnig fagnað 30 ára afmæli Erasmus+. Alls voru sjö gæðaviðurkenningar veittar.

Img 1526