Til baka í námskeiðalista

Vatnslitur

Númer: 202
Kennsludagur: Þriðjudagur
Kennslutími: 17:45 – 20:45
Upphafsdagur: Þriðjudagur, 10. September, 2019
Lokadagur: Þriðjudagur, 03. Desember, 2019
Kennari: Jón Axel Björnsson
Lýsing á námskeiði:

Vatnsliturinn er tærasta málningarefnið, enda vatnið eitt af frumefnunum. Góður vatnslitur er blanda náttúrulegra litarefna og bindiefnis, arabíugúmmís, sem er æt náttúruafurð, trjákvoða akasíutrjánna, notuð jafnt í vatnslit frá Winsor & Newton og Ópal frá Nóa Síríus. Á námskeiðinu verða gerðar fjölbreyttar tilraunir í samvinnu við kennara. Haldið verður áfram að nálgast vatslitunina úr sem flestum áttum og áhersla lögð á tilraunagleði. Verkefnin verða gjarnan tengd straumum og stefnum og ákveðnum listamönnum. Mikil áhersla verður lögð á athöfnina að mála og því velt upp hvað það merkir að mála hlut eða hugmynd. Námskeið er ætlað bæði byrjendum sem og lengra komnum. Námslok miðast við 80% mætingu.

Verð: 82600
Efniskaup: Nemendur fá vatnslitapappír í fyrstu tveimur tímum námskeiðsins en kaupa síðan pappír í samráði við kennara. Nemendur koma með eigin liti og er mikilvægt að þeir séu frá viðurkenndum merkjum. Þessir litir eða sambærilegir eru nauðsynlegir: Lemon Yellow, Cadmium Yellow , Cadmium Red eða annar hárauður til dæmis Winsor Red, Alizarin Crimson, Ultramarine blue, Winsor Blue (Green Hue), Permanent Sap Green, Yellow Ochre, Ivory Black. Ef nemendur eiga fleiri liti er gott að hafa þá meðferðis. Mjög gott er að eiga marðarhárspensil nr.8-14, Kolinski Sable þar sem þeir halda miklu vatni/lit í sér. Annars má nota vatnslitapensla úr gerfiefnum sem kosta ekki jafn mikið. Ráðlagt er að eiga allavega tvo pensla (nr. 6 og nr. 12) og passa að þeir endi í oddi en ekki flatir. Fleiri penslastærðir er gott að hafa en ekki nauðsynlegt.
Kennslustaður: Hringbraut 121
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 52 kennslustundir, 13 vikur
Einingar: 2
Frí: Vetrarfrí er frá og með fimmtudeginum 24. október til og með mánudagsins 28. október.
Vatnslitun