Til baka Skráning

10-12 ára: Tölvuteikning

Á þessu námskeiði verður lögð áhersla á stafræna myndvinnslu í tölvu. Nemendur læra grunnatriði í notkun Illustrator og Photoshop forritana og búa til sín eigin verkefni þar sem blandað er saman teikningu og tölvuvinnslu og kafa þannig dýpra inn í þá möguleika sem tölvan hefur upp á að bjóða. Kynntir verða stafrænir listamenn sem sérhæfa sig í að nota tölvutækni við myndvinnslu.

Efniskaup: Allt efni innifalið.
Aukagjald:

Reykjavíkurborg styrkir starfsemi barna- og unglingadeildar. Stuðningurinn einskorðast við börn og ungmenni með lögheimili í Reykjavík. Börn og ungmenni búsett í öðrum sveitarfélögum greiða af þeim sökum 30% hærri námskeiðsgjöld en börn búsett í Reykjavík. Sú upphæð er innheimt sérstaklega.

Sum önnur sveitarfélög hafa niðurgreitt námskeið fyrir börn og ungt fólk. Hafa þarf samband við viðkomandi sveitarfélag.

Mörg starfsgreina- og stéttarfélög niðurgreiða nám við skólann.

Kafftími:

Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.

Skólafrí:

Dagana 21. -25. október verður vetrarleyfi skólans. Kennsla hefst aftur vikuna eftir hlé.

MIR Evening Class 2

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
10-12 ára (102) 5. september, 2022 – 28. nóvember, 2022 Mánudagur 5. september, 2022 28. nóvember, 2022 Mánudagur 15:00-17:15 María Sjöfn Dupuis Davíðsdóttir 55.700 kr.
10-12 ára (107) 7. september, 2022 – 23. nóvember, 2022 Miðvikudagur 7. september, 2022 23. nóvember, 2022 Miðvikudagur 15:00-17:15 Tara Njála Ingvarsdóttir 55.700 kr.