Til baka Skráning

13-16 ára: Teikning og grafík

Við förum í vettvangsferðir í næsta umhverfi Myndlistaskólans og skoðum rými, form, áferð, ljós og skugga í gegnum teikningu. Síðan vinnum við áfram með efniviðinn í teikningu, grafík og þrykk í Myndlistaskólanum. Leitast er við að þjálfa teiknifærni nemenda út frá þeirra eigin grunni. Lögð er áhersla á skissu-, hugmyndavinnu og skráningu sem myndræn sköpun byggist á. Leitast er við að skapa grunn sem nemendur geta nýtt sér til frekari einstaklingsbundinnar sköpunar og hugmyndaauðgi.

Efniskaup: Allt efni innifalið.
Kaffitími:

Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.

IMG 0359

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
106 8. ágúst, 2022 – 12. ágúst, 2022 8. ágúst, 2022 12. ágúst, 2022 13:00-16:00 María Sjöfn Dupuis Davíðsdóttir 28.500 kr.
107 15. ágúst, 2022 – 19. ágúst, 2022 15. ágúst, 2022 19. ágúst, 2022 13:00-16:00 María Sjöfn Dupuis Davíðsdóttir 28.500 kr.