Til baka í námskeiðalista

Teikning 3

Númer: 105
Skráning og greiðsla: Fara á skráningarvef
Kennsludagur: Þriðjudagur
Kennslutími: 17:45 – 20:45
Upphafsdagur: Þriðjudagur, 08. Janúar, 2019
Lokadagur: Þriðjudagur, 09. Apríl, 2019
Kennari: Sigga Björg, Guðjón Ketilsson, Ragnheiður Þorgrímsdóttir
Lýsing á námskeiði:

Nemendur læra að nýta hæfni sína sem teiknarar til að skapa andrúmsloft, túlka umhverfi, yfirborð og aðstæður. Lögð er áhersla á að þjálfa teiknifærni nemenda út frá þeirri undirstöðukunnáttu sem þeir hafa þegar aflað sér og ýtt undir persónulega túlkun hvers og eins. Unnið verður með margskonar aðferðir, nemendur þjálfast í að teikna með lit og læra hvernig þeir geta unnið með ljós og áferð (t.d. með scratchboard tækni). Kennarar á námskeiðinu eru þrír teiknarar og myndlistarmenn sem nota teikninguna í verkum sínum, hver með sínum hætti. Nemendur munu þannig kynnast ólíkum aðferðum og fjölbreyttum möguleikum teikningarinnar. Námslok miðast við 80% mætingu.

Verð: 64400
Efniskaup: Blýantar (2H, HB, 2B, 4B, 6B), yddari, strokleður og hnoðleður.
Kennslustaður: Hringbraut 121
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 52 kennslustundir, 13 vikur
Einingar: 2
Frí: Vetrarfrí er laugardaginn 23., mánudaginn 25. og þriðjudaginn 26. febrúar.
Teikning 3