Til baka í námskeiðalista

Teikning 1 - Korpúlfsstaðir

Númer: 109
Skráning og greiðsla: Fara á skráningarvef
Kennsludagur: Miðvikudagur
Kennslutími: 17:45 – 20:45
Upphafsdagur: Miðvikudagur, 09. Janúar, 2019
Lokadagur: Miðvikudagur, 03. Apríl, 2019
Kennari: Elva Hreiðarsdóttir
Lýsing á námskeiði:

Kennd eru undirstöðuatriði hlutateikningar. Farið er í formgreiningu og skyggingu jafnframt því að teikna hluti eins og þeir væru gagnsæir. Unnið er með blæbrigði línunar og grátónaskala blýantsins. Frumformin eru teiknuð í samsíða vídd og form þeirra dregin fram með skyggingu. Kennd eru undirstöðuatriði í fjarvídd og hlutfallamæling æfð með teikningu einfaldra hluta, þrívíð viðfangsefni eru yfirfærð á tvívíðan flöt pappírsins. Fjallað er um myndbyggingu, og kynntir eru ýmsir listamenn sem tengjast efninu hverju sinni. Námslok miðast við 80% mætingu.

Verð: 64400
Efniskaup: Blýantar (2H, HB, 2B, 4B, 6B), yddari, strokleður og hnoðleður.
Kennslustaður: Korpúlfsstaðir
Hámarksfjöldi nemenda: 10
Kennslustundir: 52 kennslustundir, 13 vikur
Einingar: 2
Frí: Vetrarfrí er laugardaginn 23., mánudaginn 25. og þriðjudaginn 26. febrúar.
Teikning 1A