Til baka í námskeiðalista

Teikning 1: Fjarvídd og mælingar

Númer: 101
Kennsludagur: Mánudagur
Kennslutími: 17:45 – 21:00
Upphafsdagur: Mánudagur, 13. September, 2021
Lokadagur: Mánudagur, 06. Desember, 2021
Kennari: Eygló Harðardóttir
Lýsing á námskeiði:

Kennd eru undirstöðuatriði hlutateikningar, formgreining og skygging. Hlutateikningin byggir á gegnsæisteikningu þar sem uppbygging hlutanna er skoðuð. Unnið er með blæbrigði línunnar, mismunandi áherslur og grátónaskala blýantsins.

Í byrjun námskeiðs eru frumformin teiknuð í samsíða vídd og form þeirra dregin fram með skyggingu. Kennd eru undirstöðuatriði í fjarvídd og rýmisteikningu. Á síðari hluta námskeiðsins er hlutfallamæling æfð. Teiknaðir verða einfaldir hlutir með áherslu á form og skyggingu (yfirfærsla á þrívíðum viðfangsefnum á tvívíðan flöt pappírsins). Fjallað er um myndbyggingu og kynntir eru ýmsir listamenn sem tengjast efninu hverju sinni.

Námslok miðast við 80% mætingu.

Verð: 72000
Efniskaup: Blýantar (2H, HB, 2B, 4B, 6B), yddari, strokleður og hnoðleður.
Kennslustaður: Hringbraut 121
Hámarksfjöldi nemenda: 10
Einingar: 2
Frí: Vetrarfrí 22. okt. til og með 26. okt.
Img 7891