Til baka í námskeiðalista

Teiknað i tölvu: Karakter- og konseptsköpun

Númer: 401
Kennsludagur: Þriðjudagur
Kennslutími: 17:45 – 21:00
Upphafsdagur: Þriðjudagur, 14. September, 2021
Lokadagur: Þriðjudagur, 07. Desember, 2021
Kennari: Pétur Antonsson
Lýsing á námskeiði:

Nemendur kynnast ferlinu á bakvið myndskreytingu í Photoshop og notkun Wacom teiknibretta. Farið verður yfir grunnatriði eins og myndbyggingu, rannsóknir, hönnun og skyggingu. Einnig verður farið yfir hönnun á karakter í umhverfi fyrir teiknimynd, myndasögu, myndskreytingu eða tölvuleik. Skoðað verður hvernig þrívíddar form skapa líkamann, hvernig líkamstjáning og stellingar gefa í skyn persónuleika.

Námslok miðast við 80% mætingu.

Verð: 83600
Efniskaup: Allt efni innifalið.
Kennslustaður: Hringbraut 121
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Einingar: 2
Frí: Vetrarfrí 22. okt. til og með 26. okt.
Petur Antonsson Skychasers Coverwrap Web