Krassað og þrykkt

Á námskeiðinu munu kennarar leiðbeina þátttakendum í fjölbreyttum verkefnum á sviði teikningar og grafíkmyndagerðar. Áhersla verður lögð á að gera, fremur en hvernig eigi að gera, með það að markmiði að ýta undir sköpun og tjáningu hvers og eins þátttakanda. Krassað og þrykkt er ætlað bæði byrjendum og lengra komnum. Námskeiðið er þrískipt en hver kennari mun kenna í fjögur skipti samfleytt.

Námskeiðið er 10 vikur. Námslok miðast við 80% mætingu.

Efniskaup: Allt efni sem þarf til þátttöku verður til taks en það getur komið sér vel að hafa skissubók meðferðis.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 43
Einingar: 2
Fyrirkomulag:

Þrír leiðbeinendur skiptast á og kenna námskeiðið.

Námskeiðið er á framhaldsskólastigi og gildir til vals sem hluti af Þrennu.

Vetrarfrí:

19. og 20 febrúar.

Páskafrí:

25. mars til 3. apríl.

Z9 A7372

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
1N0129 29. janúar, 2024 – 22. apríl, 2024 Mánudagur 29. janúar, 2024 22. apríl, 2024 Mánudagur 17:45-21:00 Helga Páley Friðþjófsdóttir, Leifur Ýmir Eyjólfsson og Sigurður Þórir Ámundason 87.500 kr.