Grunnatriði grafíktækninnar í myndlist kynnt og mismunandi aðferðir kenndar. Unnin verður dúkrista (háþrykk), Carborundum (djúpþrykk) og einþrykk (flatþrykk) þar sem lögð verður áhersla á skapandi og fjölbreytta útfærslu. Námskeiðið er ætlað byrjendum í grafík en nýtist einnig þeim sem vilja rifja upp hinar ýmsu grafíkaðferðir.
Námskeiðið er 6 vikur. Námslok miðast við 80% mætingu.