Grafík

Grunnatriði grafíktækninnar í myndlist kynnt og mismunandi aðferðir kenndar. Unnin verður dúkrista (háþrykk), Carborundum (djúpþrykk) og einþrykk (flatþrykk) þar sem lögð verður áhersla á skapandi og fjölbreytta útfærslu. Námskeiðið er ætlað byrjendum í grafík en nýtist einnig þeim sem vilja rifja upp hinar ýmsu grafíkaðferðir.

Námskeiðið er 6 vikur. Námslok miðast við 80% mætingu.

Efniskaup: Mælt er með að nemendur komi með hlífðarföt til að nota í tímunum, t.d svuntu eða skyrtu. Pennaveski með helstu áhöldum, skissubók og reglustriku, 30 cm. Hægt er að kaupa góðar skissubækur á skrifstofu skólans á vægu verði. Annað efni er innifalið í námskeiði. Ef nemendur vilja skera dúka heima er mælt með að þeir kaupi sín eigin hnífasett.
Hámarksfjöldi nemenda: 10
Kennslustundir: 26
Einingar: 1
Grafik HB 1

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
104 13. september, 2023 – 18. október, 2023 Miðvikudagur 13. september, 2023 18. október, 2023 Miðvikudagur 17:45-21:00 Elva Hreiðarsdóttir 67.000 kr.