Námskeið fyrir þá sem hafa lokið grunnnámskeiði í grafík. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á dúkristu (háþrykk) og carborundum (djúpþrykk). Farið verður ítarlega í aðferðirnar og nemendur þjálfast í notkun á efni og búnaði. Unnin verða færri og stærri verk en á grunnnámskeiðinu. Inn í kennsluna verða fléttuð dæmi og fróðleikur úr listasögunni eftir því sem við á.
Námskeiðið er 6 vikur. Námslok miðast við 80% mætingu.