Svarthvít filmuljósmyndun

Nemendur læra undirstöðuatriði í svarthvítri filmuljósmyndun; hvernig ljósop og hraði virka, framköllun filmu og stækkun ljósmynda í myrkvaherbergi. Farið verður yfir helstu atriði varðandi landslags- og portrettljósmyndun með sýnikennslu og æfingum. Inn í kennsluna eru fléttuð dæmi og fróðleikur úr ljósmyndasögunni eftir því sem við á.

Markmið námskeiðsins er að ná færni og þekkingu á miðlinum. Námslok miðast við 80% mætingu.

Efniskaup: Nemendur þurfa að koma með eigin filmuvélar. Í einhverjum tilfellum getur skólinn lánað þær, en ekki öllum. Kennari gefur leiðbeiningar um kaup á filmu og pappir í fyrsta tíma.
Hámarksfjöldi nemenda: 8
Kennslustundir: 35
Einingar: 1
IMG 8235 210709 103839

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
401 17. janúar, 2023 – 7. mars, 2023 Þriðjudagur 17. janúar, 2023 7. mars, 2023 Þriðjudagur 17:45-21:00 Vigfús Birgisson 67.500 kr.