Nemendur læra undirstöðuatriði í svarthvítri filmuljósmyndun; hvernig ljósop og hraði virka, framköllun filmu og stækkun ljósmynda í myrkvaherbergi. Farið verður yfir helstu atriði varðandi landslags- og portrettljósmyndun með sýnikennslu og æfingum. Inn í kennsluna eru fléttuð dæmi og fróðleikur úr ljósmyndasögunni eftir því sem við á.
Markmið námskeiðsins er að ná færni og þekkingu á miðlinum. Námslok miðast við 80% mætingu.