Til baka Skráning

6-9 ára: Sjáðu þetta! Upplifun, skynjun og sköpun

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að efla og styrkja ferli sköpunar frá upplifun í efni. Við notum skólann og umhverfi hans sem leikvöll okkar, skoðum náttúruna og borgarlandslagið, göngum um með teikniblokk, kíkjum á sýningar og bregðumst við því sem fyrir ber með því að beita fjölbreittum miðlum svo sem teikningu, málun og skúlptúrgerð. Á námskeiðinu fræðumst við jafnóðum um lykilverk listasögunnar í gegnum þá miðla sem við kynnumst. Tilraunagleði, skapandi samtal og útivera.

Efniskaup: Allt efni innifalið.
Hámarksfjöldi nemenda: 8
Kaffitími:

Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.

MYNDL RVK 22 NAMSKEID 02452 1

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
110 8. ágúst, 2022 – 12. ágúst, 2022 8. ágúst, 2022 12. ágúst, 2022 09:00-12:00 Elísabet Brynhildardóttir 28.500 kr.
111 15. ágúst, 2022 – 19. ágúst, 2022 15. ágúst, 2022 19. ágúst, 2022 09:00-12:00 Elísabet Brynhildardóttir 28.500 kr.