Til baka í námskeiðalista

Portrett - efni og aðferðir

Númer: 105
Kennsludagur: Þriðjudagur
Kennslutími: 17:45 – 20:45
Upphafsdagur: Þriðjudagur, 10. September, 2019
Lokadagur: Þriðjudagur, 03. Desember, 2019
Kennari: Halldór Baldursson, Sigga Björg Sigurðardóttir, Guðrún Vera Hjartardóttir
Lýsing á námskeiði:

Þessi áfangi er þrískiptur og til þess ætlaður að þjálfa teikningu andlits og höfuðs; portrett. Áhersla er lögð á efni og aðferðir. Í fyrsta hluta eru teknar fyrir mælingar og margvísleg efnistök við portrettteikningar og aðferðir vandlega skoðaðar. Í öðrum hluta verður andlitið skoðað í þrívídd og það mótað í leir. Í síðasta hluta áfangans er unnið með blandaða tækni.

Verð: 90500
Efniskaup: Blýantar (2H, HB, 2B, 4B, 6B), yddari, strokleður og hnoðleður.
Kennslustaður: Hringbraut 121
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 52 kennslustundir, 13 vikur
Einingar: 2
Frí: Vetrarfrí er frá og með fimmtudeginum 24. október til og með mánudagsins 28. október.
Portett