Til baka í námskeiðalista

Photoshop og InDesign - Tölvunámskeið

Númer: 402
Kennsludagur: Fimmtudagur
Kennslutími: 17:45 – 20:45
Upphafsdagur: Fimmtudagur, 12. September, 2019
Lokadagur: Fimmtudagur, 12. Desember, 2019
Kennari: Magnús Valur Pálsson. Margrét Laxness
Lýsing á námskeiði:

Námskeiðið skiptist í tvennt - á fyrra hluta læra nemendur um forritið Photoshop og hvernig er hægt að skanna, laga liti, breyta myndum og vistunarmöguleika fyrir prentun og vefnotkun. Á seinni hluta læra nemendur á helstu notkunar möguleika InDesign forritsins - hvernig er hægt að búa til síður, mastersíður, letur val og notkun. Farið verður í myndbyggingu síðna og rætt um hvað er það sem gerir fallega og læsilega síður og eins hvernig er hægt að nota þær myndir sem voru unnar og vistaðar í Photoshop. Lært verður hvernig er hægt að útbúa skjalið síðan til prentunar hvort sem þetta er myndabók með ljósmyndum, prentað fréttablað eða PDF skjal fyrir vefinn. Skoðað verða ýmis sýnishorn og rætt um þau. Kennt er á nýjustu útgáfuna af Adobe Cloud í Photoshop og InDesign. Námslok miðast við 80% mætingu.

Verð: 82600
Kennslustaður: Hringbraut 121
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 52 kennslustundir, 13 vikur
Einingar: 2
Frí: Vetrarfrí er frá og með fimmtudeginum 24. október til og með mánudagsins 28. október.
Photoshop Og Indesign