Framköllun í skammdeginu

Átt þú filmu ofan í súffu sem liggur undir skemmdum? Vilt þú sjálf/-ur/-t framkalla hana og stækka ljósmyndir af henni? Á námskeiðinu Framköllun í skammdeginu munu þátttakendur framkalla svarthvíta filmu, sem þegar hefur verið tekið ljósmyndir á, og stækka þær á pappír. Námskeiðið er ætlað bæði byrjendum og lengra komnum.

Kennt er á

  • 15.02. (fimmtudag) kl. 17:45-21:00
  • 18.02. (sunnudag) kl. 10:15-13:30
  • 22.02. (fimmtudag) kl. 17:45-21:00
  • 25.02. (sunnudag) kl. 10:15-13:30
Efniskaup: Nemendur koma með átekna filmu (ATH. Hún verður að vera svarthvít í grunninn). Annað efni, framköllunarvökvar og ljósnæmur pappír, er innifalið í námskeiðisgjaldinu.
Hámarksfjöldi nemenda: 8
Mykraherbergi

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
Ö0215 15. febrúar, 2024 – 25. febrúar, 2024 15. febrúar, 2024 25. febrúar, 2024 Berglind Erna Tryggvadóttir 42.500 kr.