Til baka í námskeiðalista

Nýjar þrykk- og litunaraðferðir með indígó

Númer: 906
Skráning og greiðsla: Fara á skráningarvef
Kennsludagur: Fös, lau, sun
Upphafsdagur: Föstudagur, 24. Maí, 2019
Lokadagur: Sunnudagur, 26. Maí, 2019
Kennari: Catherine Ellis og Joy Boutrup
Lýsing á námskeiði:

Indigó er oftast notað til að pottlita textíla í höndunum, en textíllistafólk getur notað það á fleiri vegu. Á þessu þriggja daga námskeiði fá nemendur tækifæri til að búa til lífrænt indigo-bað, þrykkja hjúpþrykk og síðan lita efnin með indigo, nota indigo í beint þrykk á plöntutrefjaefni og þrykkja ætingu á indigolitað efni. Einnig verða efni jurtalituð til að auka litavalið.

Best er að nota litla þrykkramma, stimpla og stensla og vinna á plöntutrefjaefni (t.d. bómull, hör).

Kennt verður föstudaginn 24. maí kl. 14-18, laugardaginn 25. maí og sunnudaginn 26. maí kl. 10-16.

Verð: 54000
Efniskaup: 2 til 3 metrar bómull eða hör, mismunandi pensla (ekki úr náttúrulegum hárum) og annað sem hægt er að nota til að prenta (stennslar, stimplar, ramma með munstri), stílabók, fatapenna, einnota og margnota plasthanska, svuntu, grímu.
Kennslustaður: Hringbraut 121
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 22 kennslustundir
Indigo Print