Náttúruleg litun á textíl

Á námskeiðinu verður kennt hvernig hægt er að nýta nærumhverfið í náttúrulega textíllitun. Farið verður í vettvangsferðir til að kynnast íslensku flórunni betur og læra hvernig eigi að bera sig að við vinnslu á plöntum og öðrum náttúrulegum efnum í textíllitun. Sömuleiðis verður kennt hvernig setja eigi upp náttúrulegt indigo-litunarblað svokallað. Sérstaklega verður farið yfir litun á ólíkum náttúrulegum efnum: bómull, hör, íslenskri ull og silki. Kennt verður hvernig vænlegast sé að meðhöndla efnin og undirbúa þau til náttúrulegrar litunar með jurtum og plöntum.

Kennari: Sigmundur Páll Freysteinsson, fatahönnuður með sérhæfingu í náttúrulegum litunaraðferðum. Kennsla fer fram yfir þriggja vikna tímabil: 08.08-27.08. Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:45-21:00 í sex skipti alls. Námslok miðast við 80% mætingu.

Efniskaup: Þátttakendum verður útvegað efni til litunar og allt verður til alls á staðnum.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 26,25
Einingar: 1
Mir 16 03 21 146

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N0808-0827SPF 8. ágúst, 2024 – 27. ágúst, 2024 8. ágúst, 2024 27. ágúst, 2024 17:45-21:00 Sigmundur Páll Freysteinsson 67.500