Kennd eru undirstöðuatriði hlutateikningar: formgreining og skygging. Hlutateikning byggir á gegnsæisteikningu þar sem uppbygging hlutanna er skoðuð. Unnið er með blæbrigði línunnar, mismunandi áherslur og grátónaskala blýantsins.
Í byrjun námskeiðs eru frumformin teiknuð í samsíða vídd og form þeirra dregin fram með skyggingu. Kennd eru undirstöðuatriði í fjarvídd og rýmisteikningu. Á síðari hluta námskeiðsins er hlutfallamæling æfð. Teiknaðir verða einfaldir hlutir með áherslu á form og skyggingu (yfirfærsla á þrívíðum viðfangsefnum á tvívíðan flöt pappírsins). Fjallað er um myndbyggingu og kynntir eru ýmsir listamenn sem tengjast efninu hverju sinni.
Kennari: Margrét E. Laxness. 8 vikna námskeið á tímabilinu 14.10.24.-09.12.24. Kennt verður á mánudagskvöldum kl. 17:45-21:00. ATH. Ekki verður kennt í vetrarleyfinu mánudaginn 28. október. Námslok miðast við 80% mætingu. Kennslan fer fram á íslensku.